Lífið er Leikur
- Tómas Vilhelm
- Dec 13, 2025
- 1 min read
Lífið er leikrit, segir leikarinn
Lífið er lærdómur, segir kennarinn
Lífið er eins og að baka brauð, segr bakarinn
Lífið er bíómynd, segir leikstjórinn
Lífið er trúin, segir presturinn
Lífið er lög og regla, segir lögreglan
Lífið er heilsa, segir læknirinn
Lífið er skák, segir stórmeistarinn
Lífið er ferðalag, segir flugmaðurinn
Lífið er sorg, segir útfararstjórinn
Lífið er líf, segir ljósmóðurinn
Lífið er sælgæti, segir kaupmaðurinn
Lífið er peningar, segir bankastjórinn
Lífið er víma, segir fíkillinn
Lífið er refsing, segir fanginn
Lífið er lækur, segir þjóðgarðsvörðurinn
Lífið er eins og öldurnar í sjónum, segir sjómaðurinn
Lífið er blöff, segir pókerspilarinn
Lífið er máltíð, segir kokkurinn
Lífið er leikur, segir barnið
See less


Comments