top of page
Search

Frásögutíð kvikmynda

  • Writer: Tómas Vilhelm
    Tómas Vilhelm
  • 15 hours ago
  • 2 min read

Frásögutíð kvikmynda


Það kannast allir við það að textar og sögur skrifaðar með texta eru annaðhvort skrifaðar í nútíð eða þátíð.

Maðurinn sem dó í ísbjarnaárás hafði bara tíma til að segja sögu sína í nútíð. En maðurinn sem lifði af segir hana í þátíð.


Kvikmyndir á nútíð vinna sér inn extra spennu einfaldlega með því að ljúga að manni að þetta sé að gerast núna. Þó að blu-ray diskurinn sem inniheldur restina af myndinni hafi verið prentaður fyrir 6 mánuðum. 


Það er auðveldara að skjóta mynd í nútíð. Það krefst minni undirbúinings, alveg eins og það krefst engann undirbúning að lenda í banaslysi. En kvikmynd í nútíð á þess vegna til að tileinka sér þann blæ að vera ódýr. Ódýr og þar með líklegri til að vera lélegra sjónvarpsefni. Þó í sjálfu sér þurfi það ekki að þýða það.


Oftast þegar fólk talar um góða leikstjóra. Þá er talað um leikstjóra sem skjóta í þátíð. Þátíð er einhvern veginn yfirvegaðra og hærra listform.


David Fincher er svo óhjákvæmilega kvikmyndagerðarmaður sem skýtur í þátíð. Hver einasta myndavélahreyfing er útreiknuð, þaulæfð. Öllu sem kemur sögunni ekki við, er klippt út.


Coen bræður taka upp í þátíð. En ég held að söguþræðir myndana þeirra séu frekar í nútíð. Þar sem oft eru fullt af smáatriðum sem koma sögunni í raun ekkert við. Það er kannski þess vegna sem mér finnst No Country for Old Men svona spennandi mynd. The Big Lebowski hefur sögumann, sem er líka bókstaflega í myndinni.


Það er samt spurning hvort að það sé hægt að taka upp í mismunandi tíðum. Hvort að það sé hægt að hafa söguna í annari tíð en myndin er tekin upp í. Ég hef aldrei séð myndina memento.



 
 
 

Recent Posts

See All
Lífið er Leikur

Lífið er leikrit, segir leikarinn Lífið er lærdómur, segir kennarinn Lífið er eins og að baka brauð, segr bakarinn Lífið er bíómynd, segir leikstjórinn Lífið er trúin, segir presturinn Lífið er lög og

 
 
 
Kostnaður ótekna Tækifæra

Hugsa. Hugsa í vinnunni. Hugsa hvað þú ætlar að gera við peninginn sem þú færð í vinnunni. Hugsa um hvenær sé best að hætta að vinna þennan dag. Hugsa hvort það borgi sig að kaupa sitt eigið í staðinn

 
 
 

Comments


subtractive saturation_1.3.1.png
bottom of page