top of page
Search

Appeal to Money

  • Writer: Tómas Vilhelm
    Tómas Vilhelm
  • 15 hours ago
  • 2 min read
ree

Verðmætarökleysa


Oft í mínu daglega lífi tek ég eftir setningagerð fólks og hvernig hvað það segir gefur til greina hvað þeim finnst um heiminn. Stundum er heimsmyndinn þeirra einfaldlega röng.

Rökleysa. Rökleysur sem á ensku eru kallaðar fallicies. 


Dæmi


"Strákar, við megum ekki hætta í þessu fótboltamóti af því það kostaði svo mikið að taka þátt".

"Ég verð að halda áfram í þessum skóla, ég er búinn að borga fyrir önnina"

Að fá gjafabréf á lélegan veitingastað. Og pína sig til að fara þangað þó maður vilji ekkert fara þangað. Bara af því það er frítt. 

Halda áfram í hjónabandi sem gefur manni ekkert. Bara til þess að síðustu áratugir hafi ekki runnið í sandinn. Áratugar renna allir í sandinn. Það er næsti áratugur sem lífið þitt mun dvelja í.


Ég hef heyrt margt fólk minnast á það við mig, og hef ég líka tekið eftir þessu. Að því ríkara sem fólk er því nískara er það. Má hver og einn draga ályktun um hvers vegna það kann að vera. Hvort nískir menn eiga oftar til að verða ríkir, hvort nískir menn eru ríkari lengur að jafnaði, eða hvort eignarhald peninga geri mann nískann. 


Fólk sem er ríkt dregur ekki einungis völd sín frá því að eyða peningum. Tel ég að stór hluti peningavalds, sé hótunin að gefa pening. Einhvers konar social engineering um að þú sért alveg við það að verða fyrir gjafmildi ríka mannsins. Margir hafa svona verið dregnir á asnaeyrunum án þess að fá eina einustu krónu fyrir.


þetta er líka dæmisaga sem flestir hafa heyrt. Maður sest inn á veitingastað og kaupir alla dýrasta rétti á matseðlinum. Svo mikið af mat að eigandinn er hræddur um að hann flýi án þess að borga. Eða einfaldlega viðurkenni að hann hafi ekki efni á matnum sem hann keypti. (af hverju eru veitingastaðir eina stofnunin sem þú getur fengið eitthvað. tortímt því af plánetunni áður en þú borgar fyrir það.) En svo kemur í ljós að maðurinn sem spreðaði allan þennan pening sé svo ríkur, og það með virðulegur maður að engin þörf sé á fyrir hann að borga. 


Þetta er mjög algeng rökleysa. Sem kannski væri hægt að kalla sunk cost fallacy. Að maður verði að nýta allt sem maður hefur borgað fyrir þó maður hafi engin not fyrir það.

Þetta er eitt sem ég skil ekki um matarsóun. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem er offramboð af mat. Annað hvort er það offramboð, fullkomið framboð (sem er einfaldlega ómögulegt) Eða undirframboð. Sem kalla má hungursneyð.


 
 
 

Recent Posts

See All
Lífið er Leikur

Lífið er leikrit, segir leikarinn Lífið er lærdómur, segir kennarinn Lífið er eins og að baka brauð, segr bakarinn Lífið er bíómynd, segir leikstjórinn Lífið er trúin, segir presturinn Lífið er lög og

 
 
 
Kostnaður ótekna Tækifæra

Hugsa. Hugsa í vinnunni. Hugsa hvað þú ætlar að gera við peninginn sem þú færð í vinnunni. Hugsa um hvenær sé best að hætta að vinna þennan dag. Hugsa hvort það borgi sig að kaupa sitt eigið í staðinn

 
 
 

Comments


subtractive saturation_1.3.1.png
bottom of page